18 júní 2007

Scary happy stuff

Er orðin læknir :)
Fékk óvænt fallegasta hring í heimi og er trúlofuð :)
Hélt veislu sem heppnaðist fullkomlega :)
Er ótrúlega happy :)
Hvað er meira hægt að segja?

06 júní 2007

Pappírspési

Í dag er fyrsti pappírsdagurinn minn :)
Vildi ég hefði fengið svona daga af og til á slysó...
...hefði í raun meikað meira sens en þessi dagur í dag þar eð ég hef engan pappír að vinna úr eftir bara 2 daga vinnu.
Annars finnst mér gaman á pappírsdegi (án pappírs). Sit á skrifstofunni minni og sveifla löppunum. Búin að drekka 5 kaffibolla...surfa netið og lesa sjúkraskrár í rólegheitum...
Ætti ég ekki að vera með mynd af Kalla á skrifborðinu mínu eins og almennilegur læknir?

04 júní 2007

Ný mó?

Búin læknisfræði.
Búin New York = búinn allur peningur.
Ný vinna.
Scary grown up stuff.

Gat hugsast að kæmi panikk yfir fullkomnu lífi þegar allar raunverulegar áhyggjur rynnu hjá? Minnir á einhverja Margréti.
Þessi tilfinning áhyggjuleysis er undarlega ókunn.
Það er sumar, ég er í góðri vinnu með fínum frítíma, ég er ótrúlega ástfangin. New York var perfect (væri vel til í að búa þar) og bráðum held ég risaveislu.

Fullkomið fullkomið líf og bloggandleysi samfara.

09 maí 2007

I´m just a girl...

2 dagar eftir af læknisfræðinni.
Var búin að vera með hræðilega hræðilegan hnút í maganum og ekki náð andanum í nokkra daga. Viss um að prófstressið væri svona algjörlega að fara með mig, þó mér væri nú ekki að ganga alveg það illa.
Á mánudag píndi mamma mig út til að skoða útskriftarföt. Keyptum kjól og ég læknaðist!
Var eftir allt með svona gífurlegt kjólastress en ekki svo mikið prófstress. Núna rennur lestur og matur ljúflega niður og ég get ekki beðið eftir að klára...
....og útskrifast í kjólnum.
Fór aftur í kringlu áðan og keypti topp sem ég fæ í verðlaun ef ég verð dugleg...Kalli búinn að lofa að skila honum annars.
Ég er líklegast óttalegur stelpukjáni eftir allt...

04 maí 2007

Chunga kichwa

Vika í lokin.
Eins gott því stemingin hér á heimilinu er að orðin frekar súr...
Hvað er það sem kemur eiginlega fyrir hausinn í svona próflestri? Mér finnst eins og maður breytist hálfpartinn í eitthvað dýr, tengist undirmeðvitundinni sterkar og missi hálfpartinn meðvitund. Myndum af heimilislífinu verður líkast til snarlega eytt eftir próf.

Leið í gær verulega illa af músíkskorti. Tók alveg heillangan tíma að uppgötva hvaðan vanlíðanin kom - en fljótlegt að fixa þegar fattaðist og lestur fór að ganga mun betur.
Var í vinnunni á þriðjduaginn, algjörlega úti á þekju. Mundi ekkert basic stuff, nöfn á fólki og lyfjum sem notuð eru daglega þarna...en Ransons kriterian - hún kom alveg eins og skot....

Búin að skemma magann eins og vanalega, óvenju snemma samt þennan próflesturinn. Er því komin á RAT fæði (BRAT mínus B því borða ekki banana...) Komin með hala í stíl og stóra krukku af eplamús inni í ísskáp.

Það eru forréttindi að fá að vera í próflestri...það eru forr....það eru forr.....

30 apríl 2007

Bráðum kemur....

Prófatími gerir mann algjörlega úldinn í hausnum. Venjulega verð ég gjörsamlega utanvið mig og eftir því sem prófið nálgast og læknisfræðin sigtast inn fer allt annað beint út.

Bréf frá Hreini Páls um svindl í prófum vakti upp slíka minningu.

Man ekki hvaða ár það var, kannski í fyrra eða hittifyrra (er ég virkilega að klára 12.misserið??!)
Vorum í prófi í Eirbergi að sjálfsögðu sem er með leiðinlegri prófstöðum. Man ekkert hvaða próf ég var að taka en eins og venjulega tók ég með mér glósurnar mínar (sem voru óvenju góðar þetta prófið) til að lesa fyrir framan stofuna fyrir próf. Sem ég að sjálfsögðu geri aldrei.
Svo var kallað inn og allir fóru í sæti. Ég sat við gluggann og setti dótið mitt í gluggakstuna.

Eftir prófið rölti ég upp að púlti til að skila og aldrei þessu vant tók ég bara allt draslið með mér.
Rétti fram prófið.
"Hvað ertu með þarna í vinstri hendinni?"
"já...hmm...bara glósurnar mínar?"
"Þú veist að þetta er ekki gagnapróf og þar af leiðandi bannað að vera með glósur inni í prófi..."
"oóóóóóó......"
"Ég ætti í raun að kæra svindlið til kennarana og ógilda prófið"
"oóóóóó....."

Úldin í hausnum.
That´s the kind of thing I´m talking about....
Ef ég ætlaði að svindla mundi ég að sjálfsögðu gera það á einhvern aðeins lúmskari hátt en með stóran bunka af glósum við hliðina á mér í prófinu til að fletta í....

24 apríl 2007

I can see that it´s a lie..

Undarlegir tímar.
17 dagar í próf og 7 milljón efni eftir.
Myndir af Geir með eplakinnar í öllum strætóskýlum. Hann ætti ekki að vera með eplakinnar.
Samkynhneigðin bankar upp á og gefur Kalla dauða rós (mér finnst það frekar ósmekklegt...).
Mannætustórt skilti af alþingiskonum í galaklæðnaði við búningsklefann í World Class - þó núna sé reyndar búið að bíta nokkrar í burtu.
Mogginn ókeypis.
Klikkaðir nágrannar, lögregla og brjálaðir ættingjar.
Keyri óvart upp í Hafnarfjörð af því veit ekki hvað á að kaupa í matinn.
Keyri óvart yfirum af því að veit ekki hvað ég er eiginlega að lesa.

Margt að ugga.
Margt í skugga.
Andardrátt á glugga....

18 apríl 2007

Heraginn

Ein ég sit og læri...inni í litlu húsi....
Ég er komin með algjört ógeð. Finnst samt ég þurfi að læra og fæ mig ekki til að fara í partý, sem ég hefði þó gott af...
Tók inn á mig gagnrýni áðan - Það er ekki hægt að komast endalaust áfram á hörkunni...harðduglegur er ekki endilega hrós. Maður verður ekki góður í neinu nema maður taki með gleði, tilhlökkun og fínleika - og ekki endalausa pressu.
Buhuuu...
Þar fór það. Ég fer á hörkunni, en nenni því ekki lengur. Mig langar ekki að keppast...keppast við að læra og vinna og blaður.
Ég vil bara fá að njóta lífsins.
Nú er nóg komið. Til fjandans með þessar síðustu þrjár vikur.
Þegar ég verð loksins búin með þessa herdvöl verða allir vinir mínir farnir burt.

17 apríl 2007

Aumur er agalaus maður

Ætlaði að vakna klukkan sjö í morgun því ég hef svo ótrúlegan viljastyrk til að lesa fyrir próf....
...eða það fannst mér í gærkvöldi.
Í morgun eftir að hafa snúsað tvisvar ákvað ég að fresta því til 8...og þá var mig að dreyma svo (spennandi?) draum um flótta frá stríði að ég ákvað að ég ætti innilega skilið að sofa út, enda verið undir svo mikilli pressu undanfarið aumingja ég...
Vaknaði klukkan 10, ákvað að opna páskaeggið mitt (nr 2 af 3...) og fékk þá þennan málshátt.

In my face

Vakna pottþétt klukkan 7 á morgun....

Ps. Þessi póstur er skrifaður undir gífurlegri pressu frá pedda sem neitar að læra nema ég bloggi.
Farðu nú að læra! Aumur er agalaus maður!!!

13 apríl 2007

Where troubles melt like lemondrops

Þá fer útálandsdvölin að styttast í annan endann, bara helgin eftir og Kalli á leiðinni.
Hér á ég 2 litlar frænkur sem límast á mig. Komu í gær á heilsugæsluna og varla að ég fengi að sjá sjúklinga fyrir þeim. Fékk eftir vinnu svo að leika sjúkling, meðan þær kíktu ítrekað í eyru, háls, augu, tóku blóðþrýstinginn 10 sinnum og lömdu reflexa til og frá. Leist reyndar ekkert á þegar þær sögðust bara sjá svört hár í eyrunum á mér....
Þær eru loksins að fatta að stelpur geta líka verið læknar - í haust þá trúðu þær mér ekki (en þú ert stelpa.....)
Held samt að hátindi ferilsins hafi verið náð þegar þær biðu eftir mér í biðstofunni og sungu: Margrét Margrét fullum hálsi.
Dáldið gott pepp up fyrir sjúklinga sem voru á leiðinni til mín og höfðu mun meiri trú á mér eftir upphitun í biðstofunni.

Ágætis upplyfting eftir lágtindinn þegar ég hitti á gamla lækninn héðan. Kynnt sem nýji læknirinn sem leysti hina af. Svarið var:
Hún? (og ég rannsökuð upp og niður...) Er þetta þá orðið svona? Tja, heimur versnandi fer....

Stundum - bara stundum - á ég pínulítið erfitt með að höndla karlrembu.....

12 apríl 2007

Sögur úr sveitinni

Alltaf gaman í sveitinni.
Helstu fréttir héðan eru af gæs sem telur sig vera barn en ekki gæs.
Hún neitar að leika með öðrum gæsum en eltir börnin og reynir að bíta þau.
Eftir nokkurra daga einelti var hringt á lögguna sem handsamaði gæsina eftir mikinn æslagang.
Þeim datt samt ekki í hug að aflífa greyið heldur halda henni hjá sér í von um að ranghugmyndirnar gangi yfir.
En gæsin neitar enn að vera gæs og vill bara vera barn.
Er að hugsa um að bjóða þeim antipsychotica og leysa málið....

Önnur gæs hefur ákveðið að ofsækja bílastæðið mitt - hangir þar með þóttasvip dag eftir dag og harðneitar að hreyfa sig þó ég hóti að keyra yfir hana.

Hver þarf Reykjavík?

09 apríl 2007

Blue monster of my conciousness

Aftur á Blönduósi.
Held ég sé einn mesti auli í heimi. Skíthrædd að keyra á leiðinni hingað í snjó og vitleysu (jafnvel ef til vill svo mikill auli að ókunnug kona kom til mín eftir heiðina bara til að tékka hvort væri ekki allt í lagi með mig...). Ætli slysó hafi gert mig svona paranoid?
Í dag er líka bara snjór og frost og ég svaf lítið í nótt.
Vona að ég fái soldið að læra í dag...

03 apríl 2007

Ein í heimi hér

Bý ein, í fyrsta sinn á ævinni...og mér líst ekkert á það. Finnst eins og ég sé bara að bíða eftir einhverju og er með stöðugan kjánahroll.
Tómur haus samfara tómri íbúð.
Svaf næstum ekkert í nótt.
Það er kalt og Blanda berst fyrir utan gluggann.
Enginn til að taka á móti mér eftir erfiðan dag í vinnunni.
Hvernig fara aðrir að þessu?

Sem betur fer kemur Kalli á morgun...

28 mars 2007

Cherry blossom girl

...wish I was she.
Þó ég sé með roða í kinnum eftir sólina í dag þá er ekki alveg komið vorið í mig.
Enda ekki dugleg að blogga - eða læra - eða nokkuð.
Langar bara í aðeins lengri dvala...dáldið meiri fegrunarblund og svo skal ég hlaupa út í vorið.
Búin að klessa næstum 100% vinnu niður í upplestrarfríið mitt - hvernig fór ég að því eiginlega? Split personality...bara hlýtur að vera - verð að geta kennt einhverjum öðrum um...

19 mars 2007

Crazy blond

Ég er bestun af heimskustu mögulegu margréti.
Vegna "ef ég kaupi bara fleiri bækur gengur mér betur" hugsanavillunnar ákvað ég þegar ég keypti bækur fyrir stóra lokaprófið í vor að kaupa 2 yfirferðarbækur sem dekka allt efnið (svona 300 bls easy read bækur sem dekka 3 ára námsefni)
Og ég geri mér grein fyrir þessari hugsanavillu en örfáum mánuðum fyrir námslok tekur því ekki að breyta henni.
Núna þegar ég var að byrja að kíkja í þær komst ég hins vegar að því að þær eru báðar eftir sama höfund og þess vegna alveg eins.
Samband mitt við amazon er sterklega love-HATE þessa stundina.
...ég er búin að panta eina í viðbót...

Bubbles

Eftir fallið er leiðin einungis upp á við.
Í dag syngja fuglarnir.
Ég opna annað augað og þú brosir. Eftir tvo bolla af kaffi knúsar þú magann minn og hlærð.

16 mars 2007

Icecream is nice, monsters are not...

Það er kannski engin furða að nú þegar ég hef ákveðið að endurvekja bloggskrif sé svipað ástatt hjá mér og á gullaldartíma gamla gríss.
Ég er komin í upplestrarfrí. Í gær sagði ég mig úr allri heimspeki og skjólstæðingar mínir gott sem hættir að nenna að mæta í meðferð - enda farið að líða mun betur.
Um leið og heimspekin fékk að fjúka og stefnan var tekin á hard core faktalestur fór hausinn að sjálfsögðu strax af stað...ég sem hef beðið eftir því allan tíman meðan ég sat námskeiðin og jafnvel farin að óttast að ég hefði ekki lengur hæfileika til að hugsa.
Í dag hef ég samkvæmt því setið við skrifborðið, með bókina opna fyrir framan mig, drukkið haug af kaffi og vafrað um netið. Lesið helling, en ekki flett blaði í bókinni.
Og þó ég hafi nú góða pössun næstum 24/7 þá eru skrímslin samt komin aftur á kreik...þau liggja í leyni oní maga og undir sófa...ég heyri hlakka í þeim - þau ætla að gera mér glaða daga þessa 2 mánuði sem ég hef ákveðið að sitja og lesa...
En fyrri reynsla hlýtur bara að hafa kennt mér eitthvað - núna er ég pottþétt rosa góð í að sitja alla daga og læra, án þess að verða geðveik...ég læt þau ekki plata mig

15 mars 2007

Both sides now...

Einn flottasti lagatexti sem ég þekki er Both sides með Joni Mitchell, veldur gæsahúð í hvert skipti.
Hann er einhvern veginn svo ljúfsár og tregur....og raunsær....

Tears and fears and feeling proud
To say I love you right out loud
Dreams and schemes and circus crowds
Ive looked at life that way

Ive looked at life from both sides now
From win and lose and still somehow
Its lifes illusions I recall
I really dont know life at all

Það er þetta með illusionirnar sem kallar á eitthvað - kannski á ég það dáldið til að einbeita mér að ímyndinni frekar en rauveruleikanum, ímynda mér að heimurinn sé góður, saklaus og fallegur þegar hann er það kannski ekki - og loka augunum fyrir öllu öðru.
Ímynda mér að ég geti allt og tíminn sé endalaus þegar hann er það kannski ekki...
Ímynda mér að hamingjan vari endalaust og missi þannig stundum af að njóta þess að akkúrat núna er ég að lifa drauminn....

13 mars 2007

Aldursfóbían

Á mánudagskvöldum er nostalgíuflipp með Eddu þar sem við rifjum upp kynnin við gamla vinkonu, Ally McBeal.
Ally var góð vinkona mín í menntaskóla, garanteraður fíflahúmor og væmni vikulega.
Í gærkvöldi gerðum við hins vegar hræðilega uppgötvun.
Ally er 27 ára í fyrstu seríunni!!! Einu ári eldri en við!!! Þetta hélt fyrir mér vöku í alla nótt...
Getur virkilega verið að ég sé á hennar aldri? Að þessi desperate kona í armani dröktum sem fær fullnægingu úr fyrsta kaffibollanum og drekkur martini´s á kvöldin sé á mínum aldri? Þessi lögfræðingur sem fer í réttarsalinn daglega og vinnur absúrd mál....
En reyndar er ég með thing fyrir fancy fötum (þó ég sé með hrikalega dragtarfóbíu...) og fæ euphoriu úr fyrsta kaffibollanum....og finnst gott að fá rauðvín með matnum....
Shit shit shit....

She´s just begging for it...

Smá komment á umræðu síðustu daga, sem þó er orðin örlítið (ef ekki mikið) þreytt.
Verandi ung "carrier" kona á uppleið hef ég alltaf upplifað mig sem afsprengi jafnréttisbaráttu kvenna - og gæti ekki verið ánægðari með það.
Hins vegar hef ég aldrei skilið til fullnustu þær mótsagnir sem virðast oft koma fram í þessari baráttu í dag...

Mér varð þetta hugleikið í umræðunni um smáralindarbæklinginn. Þar var mjög ungt módel á forsíðu, í pin up hælum, beygði sig fram til að ná í bangsa með opinn munninn. Persónulega hefði mér aldrei dottið í hug að lesa neitt út úr myndinni, enda ekki sífellt í leit að leiðum til að frústrera sjálfa mig.
Umræðan einkenndist dáldið mikið af vangaveltum um hversu mikið stúlkan væri að biðja um kynlíf....en ég aftur á móti hélt að kjarninn í umræðum af þessu tagi væri að stúlkur væru ALDREI að biðja óbeint um kynlíf - það væri ekkert í fari stúlkna, klæðnaði, stellingum eða háttum sem réttlæti túlkunina á því að hún væri að biðja um kynlíf. Og þetta hefur verið einn helsti punkturinn í umræðu feminista gegn nauðgunum.

Ekki skjóta ykkur í fótinn....

07 mars 2007

Hinn fyrsti póstur

...og nýtt blogg var skapað.
Án auglýsinga. Mitt blogg á bara að auglýsa sjálfa mig, ekki landsbankann, mentos eða annan fjára.
Ef nýtt umhverfi verður ekki til að endurvekja skrifmaníuna þá er ekkert hægt að gera. Nema jú auðvitað bíða eftir skáldsöguandanum.
Sjáum hvað setur.