09 maí 2007

I´m just a girl...

2 dagar eftir af læknisfræðinni.
Var búin að vera með hræðilega hræðilegan hnút í maganum og ekki náð andanum í nokkra daga. Viss um að prófstressið væri svona algjörlega að fara með mig, þó mér væri nú ekki að ganga alveg það illa.
Á mánudag píndi mamma mig út til að skoða útskriftarföt. Keyptum kjól og ég læknaðist!
Var eftir allt með svona gífurlegt kjólastress en ekki svo mikið prófstress. Núna rennur lestur og matur ljúflega niður og ég get ekki beðið eftir að klára...
....og útskrifast í kjólnum.
Fór aftur í kringlu áðan og keypti topp sem ég fæ í verðlaun ef ég verð dugleg...Kalli búinn að lofa að skila honum annars.
Ég er líklegast óttalegur stelpukjáni eftir allt...

04 maí 2007

Chunga kichwa

Vika í lokin.
Eins gott því stemingin hér á heimilinu er að orðin frekar súr...
Hvað er það sem kemur eiginlega fyrir hausinn í svona próflestri? Mér finnst eins og maður breytist hálfpartinn í eitthvað dýr, tengist undirmeðvitundinni sterkar og missi hálfpartinn meðvitund. Myndum af heimilislífinu verður líkast til snarlega eytt eftir próf.

Leið í gær verulega illa af músíkskorti. Tók alveg heillangan tíma að uppgötva hvaðan vanlíðanin kom - en fljótlegt að fixa þegar fattaðist og lestur fór að ganga mun betur.
Var í vinnunni á þriðjduaginn, algjörlega úti á þekju. Mundi ekkert basic stuff, nöfn á fólki og lyfjum sem notuð eru daglega þarna...en Ransons kriterian - hún kom alveg eins og skot....

Búin að skemma magann eins og vanalega, óvenju snemma samt þennan próflesturinn. Er því komin á RAT fæði (BRAT mínus B því borða ekki banana...) Komin með hala í stíl og stóra krukku af eplamús inni í ísskáp.

Það eru forréttindi að fá að vera í próflestri...það eru forr....það eru forr.....