18 júní 2007

Scary happy stuff

Er orðin læknir :)
Fékk óvænt fallegasta hring í heimi og er trúlofuð :)
Hélt veislu sem heppnaðist fullkomlega :)
Er ótrúlega happy :)
Hvað er meira hægt að segja?

06 júní 2007

Pappírspési

Í dag er fyrsti pappírsdagurinn minn :)
Vildi ég hefði fengið svona daga af og til á slysó...
...hefði í raun meikað meira sens en þessi dagur í dag þar eð ég hef engan pappír að vinna úr eftir bara 2 daga vinnu.
Annars finnst mér gaman á pappírsdegi (án pappírs). Sit á skrifstofunni minni og sveifla löppunum. Búin að drekka 5 kaffibolla...surfa netið og lesa sjúkraskrár í rólegheitum...
Ætti ég ekki að vera með mynd af Kalla á skrifborðinu mínu eins og almennilegur læknir?

04 júní 2007

Ný mó?

Búin læknisfræði.
Búin New York = búinn allur peningur.
Ný vinna.
Scary grown up stuff.

Gat hugsast að kæmi panikk yfir fullkomnu lífi þegar allar raunverulegar áhyggjur rynnu hjá? Minnir á einhverja Margréti.
Þessi tilfinning áhyggjuleysis er undarlega ókunn.
Það er sumar, ég er í góðri vinnu með fínum frítíma, ég er ótrúlega ástfangin. New York var perfect (væri vel til í að búa þar) og bráðum held ég risaveislu.

Fullkomið fullkomið líf og bloggandleysi samfara.