18 apríl 2007

Heraginn

Ein ég sit og læri...inni í litlu húsi....
Ég er komin með algjört ógeð. Finnst samt ég þurfi að læra og fæ mig ekki til að fara í partý, sem ég hefði þó gott af...
Tók inn á mig gagnrýni áðan - Það er ekki hægt að komast endalaust áfram á hörkunni...harðduglegur er ekki endilega hrós. Maður verður ekki góður í neinu nema maður taki með gleði, tilhlökkun og fínleika - og ekki endalausa pressu.
Buhuuu...
Þar fór það. Ég fer á hörkunni, en nenni því ekki lengur. Mig langar ekki að keppast...keppast við að læra og vinna og blaður.
Ég vil bara fá að njóta lífsins.
Nú er nóg komið. Til fjandans með þessar síðustu þrjár vikur.
Þegar ég verð loksins búin með þessa herdvöl verða allir vinir mínir farnir burt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú og Björn Bjarnason... já...