12 apríl 2007

Sögur úr sveitinni

Alltaf gaman í sveitinni.
Helstu fréttir héðan eru af gæs sem telur sig vera barn en ekki gæs.
Hún neitar að leika með öðrum gæsum en eltir börnin og reynir að bíta þau.
Eftir nokkurra daga einelti var hringt á lögguna sem handsamaði gæsina eftir mikinn æslagang.
Þeim datt samt ekki í hug að aflífa greyið heldur halda henni hjá sér í von um að ranghugmyndirnar gangi yfir.
En gæsin neitar enn að vera gæs og vill bara vera barn.
Er að hugsa um að bjóða þeim antipsychotica og leysa málið....

Önnur gæs hefur ákveðið að ofsækja bílastæðið mitt - hangir þar með þóttasvip dag eftir dag og harðneitar að hreyfa sig þó ég hóti að keyra yfir hana.

Hver þarf Reykjavík?

1 ummæli:

Unknown sagði...

Mannætugæs?
Gættu þín...