04 maí 2007

Chunga kichwa

Vika í lokin.
Eins gott því stemingin hér á heimilinu er að orðin frekar súr...
Hvað er það sem kemur eiginlega fyrir hausinn í svona próflestri? Mér finnst eins og maður breytist hálfpartinn í eitthvað dýr, tengist undirmeðvitundinni sterkar og missi hálfpartinn meðvitund. Myndum af heimilislífinu verður líkast til snarlega eytt eftir próf.

Leið í gær verulega illa af músíkskorti. Tók alveg heillangan tíma að uppgötva hvaðan vanlíðanin kom - en fljótlegt að fixa þegar fattaðist og lestur fór að ganga mun betur.
Var í vinnunni á þriðjduaginn, algjörlega úti á þekju. Mundi ekkert basic stuff, nöfn á fólki og lyfjum sem notuð eru daglega þarna...en Ransons kriterian - hún kom alveg eins og skot....

Búin að skemma magann eins og vanalega, óvenju snemma samt þennan próflesturinn. Er því komin á RAT fæði (BRAT mínus B því borða ekki banana...) Komin með hala í stíl og stóra krukku af eplamús inni í ísskáp.

Það eru forréttindi að fá að vera í próflestri...það eru forr....það eru forr.....

Engin ummæli: