30 apríl 2007

Bráðum kemur....

Prófatími gerir mann algjörlega úldinn í hausnum. Venjulega verð ég gjörsamlega utanvið mig og eftir því sem prófið nálgast og læknisfræðin sigtast inn fer allt annað beint út.

Bréf frá Hreini Páls um svindl í prófum vakti upp slíka minningu.

Man ekki hvaða ár það var, kannski í fyrra eða hittifyrra (er ég virkilega að klára 12.misserið??!)
Vorum í prófi í Eirbergi að sjálfsögðu sem er með leiðinlegri prófstöðum. Man ekkert hvaða próf ég var að taka en eins og venjulega tók ég með mér glósurnar mínar (sem voru óvenju góðar þetta prófið) til að lesa fyrir framan stofuna fyrir próf. Sem ég að sjálfsögðu geri aldrei.
Svo var kallað inn og allir fóru í sæti. Ég sat við gluggann og setti dótið mitt í gluggakstuna.

Eftir prófið rölti ég upp að púlti til að skila og aldrei þessu vant tók ég bara allt draslið með mér.
Rétti fram prófið.
"Hvað ertu með þarna í vinstri hendinni?"
"já...hmm...bara glósurnar mínar?"
"Þú veist að þetta er ekki gagnapróf og þar af leiðandi bannað að vera með glósur inni í prófi..."
"oóóóóóó......"
"Ég ætti í raun að kæra svindlið til kennarana og ógilda prófið"
"oóóóóó....."

Úldin í hausnum.
That´s the kind of thing I´m talking about....
Ef ég ætlaði að svindla mundi ég að sjálfsögðu gera það á einhvern aðeins lúmskari hátt en með stóran bunka af glósum við hliðina á mér í prófinu til að fletta í....

1 ummæli:

Berglind sagði...

Mér finnst þú sniðug Magga :)