13 apríl 2007

Where troubles melt like lemondrops

Þá fer útálandsdvölin að styttast í annan endann, bara helgin eftir og Kalli á leiðinni.
Hér á ég 2 litlar frænkur sem límast á mig. Komu í gær á heilsugæsluna og varla að ég fengi að sjá sjúklinga fyrir þeim. Fékk eftir vinnu svo að leika sjúkling, meðan þær kíktu ítrekað í eyru, háls, augu, tóku blóðþrýstinginn 10 sinnum og lömdu reflexa til og frá. Leist reyndar ekkert á þegar þær sögðust bara sjá svört hár í eyrunum á mér....
Þær eru loksins að fatta að stelpur geta líka verið læknar - í haust þá trúðu þær mér ekki (en þú ert stelpa.....)
Held samt að hátindi ferilsins hafi verið náð þegar þær biðu eftir mér í biðstofunni og sungu: Margrét Margrét fullum hálsi.
Dáldið gott pepp up fyrir sjúklinga sem voru á leiðinni til mín og höfðu mun meiri trú á mér eftir upphitun í biðstofunni.

Ágætis upplyfting eftir lágtindinn þegar ég hitti á gamla lækninn héðan. Kynnt sem nýji læknirinn sem leysti hina af. Svarið var:
Hún? (og ég rannsökuð upp og niður...) Er þetta þá orðið svona? Tja, heimur versnandi fer....

Stundum - bara stundum - á ég pínulítið erfitt með að höndla karlrembu.....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Men ó men, þoli ekki karlrembu. Ég hef alltaf sagt að það geti verið erfitt að vera "bara lítil kona" og vera í læknisfræði. En ég hef trú á því að heimur bestnandi fer en ekki versnandi (oftast gamlir skarfar á ferð sem hafa hæst um karlrembuna). Sjáumst þegar þú kemur í bæinn.
Erna