13 mars 2007

She´s just begging for it...

Smá komment á umræðu síðustu daga, sem þó er orðin örlítið (ef ekki mikið) þreytt.
Verandi ung "carrier" kona á uppleið hef ég alltaf upplifað mig sem afsprengi jafnréttisbaráttu kvenna - og gæti ekki verið ánægðari með það.
Hins vegar hef ég aldrei skilið til fullnustu þær mótsagnir sem virðast oft koma fram í þessari baráttu í dag...

Mér varð þetta hugleikið í umræðunni um smáralindarbæklinginn. Þar var mjög ungt módel á forsíðu, í pin up hælum, beygði sig fram til að ná í bangsa með opinn munninn. Persónulega hefði mér aldrei dottið í hug að lesa neitt út úr myndinni, enda ekki sífellt í leit að leiðum til að frústrera sjálfa mig.
Umræðan einkenndist dáldið mikið af vangaveltum um hversu mikið stúlkan væri að biðja um kynlíf....en ég aftur á móti hélt að kjarninn í umræðum af þessu tagi væri að stúlkur væru ALDREI að biðja óbeint um kynlíf - það væri ekkert í fari stúlkna, klæðnaði, stellingum eða háttum sem réttlæti túlkunina á því að hún væri að biðja um kynlíf. Og þetta hefur verið einn helsti punkturinn í umræðu feminista gegn nauðgunum.

Ekki skjóta ykkur í fótinn....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Feministar eru ekki einn andlitslaus her og smáralindarbloggarinn er ekki opinber málsvari allra feminista á Íslandi. Við vorum með átak þar sem að ítrekað var að stelpum sem er nauðgað væri ekki um að kenna. Ég er feministi og aðhyllist áðurnefnda hugmynd en ég sá ekkert kynferðislegt út úr smáralindarbæklingnum.

Ég sé því ekki hverjir eru að skjóta sig í fótinn