16 mars 2007

Icecream is nice, monsters are not...

Það er kannski engin furða að nú þegar ég hef ákveðið að endurvekja bloggskrif sé svipað ástatt hjá mér og á gullaldartíma gamla gríss.
Ég er komin í upplestrarfrí. Í gær sagði ég mig úr allri heimspeki og skjólstæðingar mínir gott sem hættir að nenna að mæta í meðferð - enda farið að líða mun betur.
Um leið og heimspekin fékk að fjúka og stefnan var tekin á hard core faktalestur fór hausinn að sjálfsögðu strax af stað...ég sem hef beðið eftir því allan tíman meðan ég sat námskeiðin og jafnvel farin að óttast að ég hefði ekki lengur hæfileika til að hugsa.
Í dag hef ég samkvæmt því setið við skrifborðið, með bókina opna fyrir framan mig, drukkið haug af kaffi og vafrað um netið. Lesið helling, en ekki flett blaði í bókinni.
Og þó ég hafi nú góða pössun næstum 24/7 þá eru skrímslin samt komin aftur á kreik...þau liggja í leyni oní maga og undir sófa...ég heyri hlakka í þeim - þau ætla að gera mér glaða daga þessa 2 mánuði sem ég hef ákveðið að sitja og lesa...
En fyrri reynsla hlýtur bara að hafa kennt mér eitthvað - núna er ég pottþétt rosa góð í að sitja alla daga og læra, án þess að verða geðveik...ég læt þau ekki plata mig

Engin ummæli: