28 mars 2007

Cherry blossom girl

...wish I was she.
Þó ég sé með roða í kinnum eftir sólina í dag þá er ekki alveg komið vorið í mig.
Enda ekki dugleg að blogga - eða læra - eða nokkuð.
Langar bara í aðeins lengri dvala...dáldið meiri fegrunarblund og svo skal ég hlaupa út í vorið.
Búin að klessa næstum 100% vinnu niður í upplestrarfríið mitt - hvernig fór ég að því eiginlega? Split personality...bara hlýtur að vera - verð að geta kennt einhverjum öðrum um...

19 mars 2007

Crazy blond

Ég er bestun af heimskustu mögulegu margréti.
Vegna "ef ég kaupi bara fleiri bækur gengur mér betur" hugsanavillunnar ákvað ég þegar ég keypti bækur fyrir stóra lokaprófið í vor að kaupa 2 yfirferðarbækur sem dekka allt efnið (svona 300 bls easy read bækur sem dekka 3 ára námsefni)
Og ég geri mér grein fyrir þessari hugsanavillu en örfáum mánuðum fyrir námslok tekur því ekki að breyta henni.
Núna þegar ég var að byrja að kíkja í þær komst ég hins vegar að því að þær eru báðar eftir sama höfund og þess vegna alveg eins.
Samband mitt við amazon er sterklega love-HATE þessa stundina.
...ég er búin að panta eina í viðbót...

Bubbles

Eftir fallið er leiðin einungis upp á við.
Í dag syngja fuglarnir.
Ég opna annað augað og þú brosir. Eftir tvo bolla af kaffi knúsar þú magann minn og hlærð.

16 mars 2007

Icecream is nice, monsters are not...

Það er kannski engin furða að nú þegar ég hef ákveðið að endurvekja bloggskrif sé svipað ástatt hjá mér og á gullaldartíma gamla gríss.
Ég er komin í upplestrarfrí. Í gær sagði ég mig úr allri heimspeki og skjólstæðingar mínir gott sem hættir að nenna að mæta í meðferð - enda farið að líða mun betur.
Um leið og heimspekin fékk að fjúka og stefnan var tekin á hard core faktalestur fór hausinn að sjálfsögðu strax af stað...ég sem hef beðið eftir því allan tíman meðan ég sat námskeiðin og jafnvel farin að óttast að ég hefði ekki lengur hæfileika til að hugsa.
Í dag hef ég samkvæmt því setið við skrifborðið, með bókina opna fyrir framan mig, drukkið haug af kaffi og vafrað um netið. Lesið helling, en ekki flett blaði í bókinni.
Og þó ég hafi nú góða pössun næstum 24/7 þá eru skrímslin samt komin aftur á kreik...þau liggja í leyni oní maga og undir sófa...ég heyri hlakka í þeim - þau ætla að gera mér glaða daga þessa 2 mánuði sem ég hef ákveðið að sitja og lesa...
En fyrri reynsla hlýtur bara að hafa kennt mér eitthvað - núna er ég pottþétt rosa góð í að sitja alla daga og læra, án þess að verða geðveik...ég læt þau ekki plata mig

15 mars 2007

Both sides now...

Einn flottasti lagatexti sem ég þekki er Both sides með Joni Mitchell, veldur gæsahúð í hvert skipti.
Hann er einhvern veginn svo ljúfsár og tregur....og raunsær....

Tears and fears and feeling proud
To say I love you right out loud
Dreams and schemes and circus crowds
Ive looked at life that way

Ive looked at life from both sides now
From win and lose and still somehow
Its lifes illusions I recall
I really dont know life at all

Það er þetta með illusionirnar sem kallar á eitthvað - kannski á ég það dáldið til að einbeita mér að ímyndinni frekar en rauveruleikanum, ímynda mér að heimurinn sé góður, saklaus og fallegur þegar hann er það kannski ekki - og loka augunum fyrir öllu öðru.
Ímynda mér að ég geti allt og tíminn sé endalaus þegar hann er það kannski ekki...
Ímynda mér að hamingjan vari endalaust og missi þannig stundum af að njóta þess að akkúrat núna er ég að lifa drauminn....

13 mars 2007

Aldursfóbían

Á mánudagskvöldum er nostalgíuflipp með Eddu þar sem við rifjum upp kynnin við gamla vinkonu, Ally McBeal.
Ally var góð vinkona mín í menntaskóla, garanteraður fíflahúmor og væmni vikulega.
Í gærkvöldi gerðum við hins vegar hræðilega uppgötvun.
Ally er 27 ára í fyrstu seríunni!!! Einu ári eldri en við!!! Þetta hélt fyrir mér vöku í alla nótt...
Getur virkilega verið að ég sé á hennar aldri? Að þessi desperate kona í armani dröktum sem fær fullnægingu úr fyrsta kaffibollanum og drekkur martini´s á kvöldin sé á mínum aldri? Þessi lögfræðingur sem fer í réttarsalinn daglega og vinnur absúrd mál....
En reyndar er ég með thing fyrir fancy fötum (þó ég sé með hrikalega dragtarfóbíu...) og fæ euphoriu úr fyrsta kaffibollanum....og finnst gott að fá rauðvín með matnum....
Shit shit shit....

She´s just begging for it...

Smá komment á umræðu síðustu daga, sem þó er orðin örlítið (ef ekki mikið) þreytt.
Verandi ung "carrier" kona á uppleið hef ég alltaf upplifað mig sem afsprengi jafnréttisbaráttu kvenna - og gæti ekki verið ánægðari með það.
Hins vegar hef ég aldrei skilið til fullnustu þær mótsagnir sem virðast oft koma fram í þessari baráttu í dag...

Mér varð þetta hugleikið í umræðunni um smáralindarbæklinginn. Þar var mjög ungt módel á forsíðu, í pin up hælum, beygði sig fram til að ná í bangsa með opinn munninn. Persónulega hefði mér aldrei dottið í hug að lesa neitt út úr myndinni, enda ekki sífellt í leit að leiðum til að frústrera sjálfa mig.
Umræðan einkenndist dáldið mikið af vangaveltum um hversu mikið stúlkan væri að biðja um kynlíf....en ég aftur á móti hélt að kjarninn í umræðum af þessu tagi væri að stúlkur væru ALDREI að biðja óbeint um kynlíf - það væri ekkert í fari stúlkna, klæðnaði, stellingum eða háttum sem réttlæti túlkunina á því að hún væri að biðja um kynlíf. Og þetta hefur verið einn helsti punkturinn í umræðu feminista gegn nauðgunum.

Ekki skjóta ykkur í fótinn....

07 mars 2007

Hinn fyrsti póstur

...og nýtt blogg var skapað.
Án auglýsinga. Mitt blogg á bara að auglýsa sjálfa mig, ekki landsbankann, mentos eða annan fjára.
Ef nýtt umhverfi verður ekki til að endurvekja skrifmaníuna þá er ekkert hægt að gera. Nema jú auðvitað bíða eftir skáldsöguandanum.
Sjáum hvað setur.