19 mars 2007

Crazy blond

Ég er bestun af heimskustu mögulegu margréti.
Vegna "ef ég kaupi bara fleiri bækur gengur mér betur" hugsanavillunnar ákvað ég þegar ég keypti bækur fyrir stóra lokaprófið í vor að kaupa 2 yfirferðarbækur sem dekka allt efnið (svona 300 bls easy read bækur sem dekka 3 ára námsefni)
Og ég geri mér grein fyrir þessari hugsanavillu en örfáum mánuðum fyrir námslok tekur því ekki að breyta henni.
Núna þegar ég var að byrja að kíkja í þær komst ég hins vegar að því að þær eru báðar eftir sama höfund og þess vegna alveg eins.
Samband mitt við amazon er sterklega love-HATE þessa stundina.
...ég er búin að panta eina í viðbót...

2 ummæli:

Unknown sagði...

Hvort snýst þetta um lágmörkun eða há mörkun? :)

sagði...

Hámörkun heimsku en lágmörkun gæða miðað við magn...sem er klárlega jafna sem þarf að snúa við fljótlega...